Paul Bennett yfirhönnuður og stjórnandi hjá IDEO hefur verið ráðinn í stöðu deildarforseta hönnunardeildar Listaháskóla Íslands. Hann mun sinna starfi sínu hjá IDEO meðfram störfum sínum hjá LHÍ.
 
Paul Bennett er í fararbroddi í hönnunarsamfélaginu og er mikill fengur fyrir Listaháskólann. Hann er þekktur fyrir að hvetja til framsýnnar hugsunar í listum og örva nýsköpun og þróun í gegnum hönnunarnám. Paul er talsmaður þess að hönnun sé hreyfiafl og að hún, ásamt virkri þátttöku samfélagsins og stjórnvalda, leiki lykilhlutverk til jákvæðra breytinga í þjóðfélaginu.
 
 „Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og stefnum ávalt að sem mestum mögulegum gæðum í kennslu og kennsluaðferðum og því erum við himinlifandi að fá Paul Bennett í okkar raðir.“ Segir Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Listasháskólans um ráðninguna. „Námið og kennsluaðferðir okkar eru í stöðugri þróun og jafn framsækin sýn og sú sem Paul býr yfir styður okkur í þróunar- og gæðastarfi skólans. Sú staðreynd að hann mun áfram sinna störfum sínum á alþjóðavísu með sama hætti og hann hefur gert er mikill akkur fyrir okkur sem stofnun og síðast en ekki síst fyrir nemendurna. “
 
Paul kom fyrst til Íslands 2008 þegar Íslendingar stóðu í miðju efnahagshruni til þess að flytja erindi um hlutverk hönnunar í efnahagsbreytingum á Hönnunarmars. Hann var heillaður og innblásinn af þeim einstaka anda sem ríkti hér landi, af frumkvöðlahugsun og sköpunarkraftinum. Hann hefur því sótt Ísland reglulega síðan.
 
„Ég hef komið nokkuð oft til Íslands og tækifærin sem hér felast koma betur og betur í ljós og COVID-19 hefur styrkt þá skoðun mína." segir Paul.
„Í fyrsta lagi, er tækifærið til að móta huga næstu kynslóðar á tímum þar sem samfélagið er opið fyrir slíku og þarfnast breytinga, auk þess að vinna að því á stað sem er lítill, móttækilegur og brennur fyrir þessum nauðsynlegu breytingum. Í annan stað veit ég að horft er til hönnunarsamfélagsins og krafta þess í samtali við menntastofnanir og stjórnvöld og hvernig hægt sé að koma slíkum hugmyndum í framkvæmd. Margir kollegar mínir, þar á meðal David Kelley, stofnandi d-school í Stanford, deilir þessari sýn minni og hefur verið mér mikill innblástur. Ég er spenntur að vinna með starfsfólki Listaháskólans að þessum hugmyndum auk þess að halda áfram starfi mínu hjá IDEO. Ég hef tækifæri til að koma alþjóðlegu sjónarmiði á framfæri innan Listaháskólans og í íslensku samfélagi sem og að koma starfi Listaháskólans á framfæri á alþjóðavísu.“
 
Í hlutverki sínu sem deildarforseti mun Paul m.a. eiga í samtali við nemendur og starfsfólk Listaháskólans um hvað hönnun og hönnunarnám getur fært samfélaginu. Eins mun hann beita sér í fjáröflun og fyrir auknum sýnileika skólans bæði innanlands og á heimsvísu.
 
Aðspurð segir Sandy Speicher, forstjóri IDEO:
„Við erum einstaklega ánægð með ráðahaginn fyrir hönd Paul og Listaháskólans; við trúum í grundvallaratriðum á mikilvægi hlutverks hönnunar í kennslu, sérstaklega núna á tímum samfélagslegra breytinga.“
 
Við bjóðum Paul Bennett innilega velkomin til starfa. 
 
 
Paul Bennett – BIO 
Paul Bennett is IDEO’s, Chief Creative Officer. Paul works with clients, partners, and colleagues to bring to market human-centric, commercially successful, and socially significant new businesses, products, services, and experiences. He is responsible for content excellence across IDEO, and is active in developing and publishing new thinking in the field of human-centred and design-led innovation. 
 
Paul, a Brit who spent his early years in Singapore, has had an outstanding international career. He created IDEO’s largest global practice, Consumer Experience Design; ran its San Francisco office, setting a robust and enduring creative direction; extended IDEO’s international reach in helping establish its presence in China; established and led its New York office, increasing IDEO’s share of influence in the US market; and delivered impact on clients and new growth to IDEO’s business in Europe. Today, Paul continues to provide creative leadership and cross-pollination of insights and ideas to clients and colleagues on an extended scale by travelling, learning and working with clients and governments across the globe; in the past, he has worked with the government in Singapore, and recently he has been instrumental in shaping IDEO’s groundbreaking work with the government of the UAE. 
 
Paul is a sought-after speaker and is invited to speak at major forums, including The World Economic Forum; The World Government Summit, DesignMarch in Iceland, Boao Forum for Asia, TED Global; TEDx Tohoku, Dubai and Amazonia; The Economist Redesigning Business Summit, The AOL CEO Conference, the American Express Luxury Summit and Tokyo Midtown Opening, and more. 
 
Paul’s thought leadership is also regularly published in a range of influential media, including The New York Times, Medium, Financial Times, The Wall Street Journal, BBC, Bloomberg Businessweek, Harvard Business Review, The Independent, The Guardian, China Entrepreneur Magazine, The Straits Times (Singapore), L’Espresso (Italy), RÚV TV (Iceland), To Vima (Greece), Khaleej Times (Dubai), ABC TV (Australia), and Channel News Asia. He has also appeared in prime-time BBC documentary Genius of Design, produced by The Oscar-winning production company, Wall-to-Wall, and A Meeting of Minds, a documentary co-produced by CNBC and Star Alliance. 
 
A keen educator, Paul has taught and coached students from KHiO - Oslo National Academy of the Arts, the Royal College of Art (UK), Stanford University, Columbia Business School, and FIT’s (Fashion Institute of Technology, New York).