Sviðslistamiðstöð Íslands tók til starfa fyrr á þessu ári og er stofnuð af öllum helstu hagaðilum innan sviðslista á Íslandi. Miðstöðin er rekin með stuðningi frá Menningar- og viðskiptaráðuneyti. Sviðslistamiðstöð Íslands gegnir því hlutverki að styðja íslenskar sviðslistir og auka sýnileika þeirra og hróður innan lands sem utan og skapa sóknarfæri fyrir greinina.

Gríman var svo haldin fyrr í vikunni og var þar nöfn starfsfólks Listaháskólans áberandi meðal tilnefninga. Það er gaman að segja frá því að Halldóra Geirharðsdóttir, prófessor í leiklist, við Listaháskóla Íslands, fékk grímuverðlaunin bæði sem söngvari ársins og leikkona ársins í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í Níu líf í Borgarleikhúsinu. Til hamingju Halldóra!

Mynd: Borgarleikhúsið - Níu líf