ÞOLMÖRK

Opin fyrirlestraröð Listaháskóla Íslands

 
Skólaárið 2019-2020 fer af stað ný fyrirlestrarröð þar sem allar fimm deildir háskólans og nemendaráð vinna saman. Fyrirlestrarröðin, sem gengur undir nafninu Þolmörk, er tilraun til að opna á samlegðaráhrif milli ólíkra listgreina og skapa þannig þverfaglegan umræðuvettvang fyrir nemendur, starfsfólk háskólans og aðra áhugasama.
 
Deildirnar fá til liðs við sig áhugaverða og ólíka mælendur sem tengjast fagsviðunum með mismunandi hætti. Nefnd akademískra starfsmanna og verkefnastjóra vann að mótun fyrirlestrarraðarinnar og komst að þeirri niðurstöðu að þema hennar yrði tilraun til að rannsaka og teygja þolmörk hverrar listgreinar. Því eiga fyrirlesararnir það allir sameiginlegt að vera starfandi listamenn eða fræðimenn sem vinna á jaðri viðkomandi greina. Með þessu standa vonir til að víkka sjóndeildarhring þeirra sem sækja fyrirlestrarröðina, skapa óvæntar tengingar og sá fræum þannig í frjóvgan jarðveg.
 
Fyrirlestrar Þolmarka fara fram einu sinni í mánuði á föstudögum klukkan 12:15 – 13:00. Þeir fara fram í fyrirlestrarsal A í húsi hönnunar- og arkitektúrdeildar að Þverholti 11, nema annað sé tekið fram, öll eru velkomin á meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestrarnir fara ýmist fram á íslensku eða ensku, allt eftir því hver fyrirlesarinn er.

 

Dagskrá Þolmarka*:

 
Föstudagur 11. október
Kl. 12:15 – 13:00
Krõõt Juurak and  Alex Bailey
Sviðslistadeild
(enska)
 
Föstudagur 8. nóvember
Kl. 12:15 – 13:00
Opið hús Listaháskóla Íslands
Nemendaráð Listaháskóla Íslands
 
Föstudagur 17. janúar
Kl. 12:15 – 13:00
Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter
Myndlistardeild
(íslenska)
 
Föstudagur 7. febrúar
Kl. 12:15 – 13:00
Bergur Ebbi
Hönnunar- og arkitektúrdeild
(íslenska)
 
Föstudagur 13. mars
Kl. 12:15 – 13:00
Þóranna Dögg Björnsdóttir
Tónlistardeild
(íslenska)
 
Föstudagur 17. Apríl
Kl. 12:15 – 13:00
Nick Candy – Sirkus á Íslandi
Listkennsludeild
(íslenska)
 
 
Við hlökkum til að sjá ykkur á Þolmörkum í vetur!
 
 
* Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar