Praxis er árlegt sviðslistaþing Listaháskóla Íslands. Þingið er vettvangur fyrir listrænar tilraunir, þekkingarsköpun og samtal milli fagvettvangsins og háskólasamfélagsins. Þannig er þingið staður fyrir sviðslistasenuna til að koma saman og deila aðferðum og/eða rannsóknum, og hugsa saman til framtíðar. 
 
Fyrsta þingið verður haldið laugardaginn 16. september 2023. Kallað er eftir framlögum frá sviðslistasamfélaginu, sem geta verið í  formi fyrirlesturs, vinnusmiðju, málstofu, verks í vinnslu, o.s.frv. Framlög skulu vera að hámarki 45 mín með umræðum. Umsóknarfrestur er sunnudaginn 20. ágúst á miðnætti. Valið verður úr innsendum umsóknum eftir að umsóknarfresti lýkur.
 
Umsóknir er hægt að senda í gegnum þetta form.
 
Nánari upplýsingar veita: Steinunn Ketilsdóttir, deildarforseti sviðslistadeildar - steinunnketils [at] lhi.is og Nína Hjálmarsdóttir, lektor í sviðslistafræðum - ninahjalmars [at] lhi.is 
 
Grafísk hönnun eftir Karel Tjörva Ránarson Reina.