OPIÐ KALL

 
Við auglýsum eftir erindum og efni á Hugarflug ráðstefnu Listaháskóla Íslands sem haldin er í febrúar árlega.
 

Enginn er eyland (e. Collective Care) er þema Hugarflugs 2022. 

 
Á Hugarflugi viljum við fjalla um hvernig hver manneskjan er hluti af heild, stundum mörgum heildum. Hvernig hver upplifun og gjörð er bundin stærra samhengi. Hvernig við flæðum, í stað þess að standa föst; hvernig við höldum utan um, frekar en að standa ein; hvernig við horfumst í augu við þann möguleika að ekkert eitt okkar geti reitt fram lausn, heldur liggi hún í samtakamættinum, nú og til framtíðar. 
 
 
Frestur til að senda inn tillögur er til 1. desember 2021, nánari upplýsingar má finna hér.