Opið er fyrir umsóknir á leikarabraut við Listaháskóla Íslands 2. október - 4. desember. 
 
Markmið leikarabrautar er að útskrifa víðsýna og skapandi listamenn, sem búa yfir þeirri tækni og þekkingu, sem sviðslistaumhverfi nútímans kallar á. Lögð er áhersla á að vekja með nemandanum forvitni og áræðni, til að takast á við hin margvíslegu viðfangsefni námsins.
 
Mikið er lagt uppúr því að nemandinn tileinki sér sjálfstæði, sjálfsaga og fagmennsku, hann geti unnið jafnt einn á báti, sem og í hóp, hann ögri sjálfum sér til að hugsa út fyrir ramman en hafi jafnframt fullt vald á þeirri leiktækni, sem lögð er til grundvallar í náminu.
 
 
Fagstjórar leikarabrautar eru Halldóra Geirharðsdóttir og Guðmundur Arnar Þorvaldsson. 

Sótt er um rafrænt á vef LHÍ.

Hér er hlekkur á rafræna umsókn um nám á leikarabraut.