Ólafur Elíasson hélt erindi fyrir meistaranema og akademíska starfsmenn við Listaháskóla Íslands 18.október s.l. Í erindi sínu fjallaði Ólafur Elíasson um samfélagslegt vægi lista og hvatti nemendur til að velta fyrir sér því samhengi sem verk þeirra birtast í hvort sem er á safni, galleríi eða í almenningsrými. 
 
Viðburðurinn fór fram í Marshall húsinu og nutu nemendur veitinga frá SOE Kitchen á meðan fyrirlestrinum stóð.