Heimspekiskóli Listaháskólans kynnir:

Listkennsludeild Listaháskóla Íslands býður upp á heimspekinámskeið fyrir áhugasöm ungmenni á aldrinum 13-15 ára
 

Námskeiðið er 6 skipti, hefst mánudaginn 11. október  og stendur til 22. nóvember. (Ekki er tími 1. nóvember)
Tímarnir verða á mánudögum kl. 15:00 - 15:45 í húsnæði listkennsludeildar, LHÍ Laugarnesvegi 91.
 
Í Heimspekiskóla listaháskólans taka nemendur þátt í heimspekilegri samræðu um margvíslegar spurningar. Kennarar og kennaranemar í listaháskólanum sjá um kennslu en taka líka þátt í öllum verkefnum. Þátttakendur fá þjálfun í að spyrja stórra spurninga, hlusta á aðra, segja skoðun sína og gagnrýna hugmyndir. Dæmi um spurningar sem glímt verður við: Hvað er fegurð? Í hverju felst réttlæti o.s.frv.
 
Kennarar á námskeiðunum eru nemendur í listkennslu- og kennslufræðum í listkennsludeild.
Umsjón: Ingimar Ólafsson Waage fagstjóri í listkennsludeild og Brynhildur Sigurðardóttir heimspekikennari. 
 
Hámarksfjöldi þátttakenda: 15
Verð: Ókeypis
Skráning: olofhugrun [at] lhi.is
 
Vinsamlegast sendið skráningartölvupóst með fullu nafni og kennitölu barns og forráðamanns ásamt fullu nafni, kennitölu og símanúmeri forráðamanns. 
 
Seinasti skráningardagur er 10. október.