Vorið 2022 býðst umsækjendum í fyrsta sinn að að sækja um nýjar námsleiðir í listkennsludeild

 
 
Nýjar námsleiðir í listkennslu: MT- meistaranám til kennsluréttinda án lokaverkefnis og 60 eininga Diplóma fyrir fólk með meistaragráðu í öðru en listum.
 

MT GRÁÐA

 
Annars vegar er að ræða um 120 eininga meistaranám til kennsluréttinda án lokaverkefnis sem lýkur með MT gráðu.
 
Nemendur sem velja þessa námsleið ljúka námi í formi valinna námskeiða í stað lokaverkefnis. Leiðin býðst þeim sem hafa bakkalárgráðu, hvort sem er í listum eða öðrum fögum á háskólastigi.
 
Nemendur útskrifast með kennsluréttindi á öllum skólastigum; leik- grunn- og framhaldsskólastigi.
 
 
 
 

DIPLÓMA

 
Hinsvegar er um að ræða 60 eininga eins árs Diplómanám til kennsluréttinda fyrir fólk með meistaragráðu í öðru en listum.
Nemendur útskrifast með kennsluréttindi á öllum skólastigum; leik- grunn- og framhaldsskólastigi.
 
 
 
 
Umsóknarfrestur í listkennsludeild er 16. maí.