Nýverið voru samþykktar nýjar reglur um keppnina Ungir Einleikarar. 
Helstu breytingar á keppninni eru þær að nú er hún opin 
öllum háskólastigum án aldurstakmarkanna. 

Vegna Covid19 heimsfaraldursins verður framkvæmd keppninnar í ár 
með öðru sniði en segir í reglunum.  
Breytingarnar felast í því að í ár, haustið 2020, verður val dómnefndar 
alfarið byggt á innsendum myndbandsupptökum. 
Þeim skal skilað inn fyrir miðnætti 1. nóvember 2020 

Umsækjandi sendir hlekk á upptökuna þar sem hún er vistuð, 
hvort sem að það er á Youtube, Vimeo, Dropbox eða 
hverjum þeim stað sem hægt er að sækja hana.  
Verkefnavalið miðast við hefðbundna hljómsveitarskipan og 
leikur meðleikari hljómsveitarpartinn í keppninni.  

Myndbandsupptökurnar mega vera að hámarki 6 mánaða gamlar. 
Ekki er nauðsynlegt að flytja alla dagskrána í einni samfelldri töku en 
hvert tónverk, eða þáttur, þarf að vera flutt í einni töku án klippinga. 
Upptakan verður að sýna keppandann allan tímann. 
Með upptökunni skulu fylgja upplýsingar um fullt nafn umsækjanda ásamt 
kennitölu, staðfestingu á námsstigi og skóla.  
Einnig þarf að koma fram höfundur og titill tónverks/-verka. 

Verkefnastjóri tónlistardeildar, Sunna Rán Stefánsdóttirsunnaran [at] lhi.is
tekur við umsóknum og veitir frekari upplýsingar.