Ný Erasmus áætlun hefur göngu sína

Mikil tímamót eru í Evrópusamstarfi á sviði mennta- og æskulýðsmála, en nýrri kynslóð Erasmus+ áætlunarinnar hefur verið ýtt úr vör eftir nokkuð langan aðdraganda. Megináhersla er lögð á tækifæri fyrir fólk á öllum aldri til að stunda nám og þjálfun í öðru landi. Sú reynsla hefur auðgað líf og opnað huga meira en 10 milljóna Evrópubúa allt frá árinu 1987 – en þetta eru einmitt einkunnarorð Erasmus+. Samstarfsverkefnin verða einnig á sínum stað og munu halda áfram að gera samtökum og stofnunum kleift að læra hvert af öðru þvert á landamæri. 
 
Auk þess að veita tvöfalt meira fjármagni til styrkja en á fyrra tímabili – eða um 26 milljörðum evra – má greina nýjar áherslur í öllum verkefnaflokkum.
Þannig er henni ætlað að vera enn aðgengilegri en áður og styðja sérstaklega við inngildingu á sviðum mennta- og æskulýðsmála.
 
Sjónum verður beint að hlýnun jarðar með því að styðja verkefni sem hvetja til vistvænnar nálgunar í alþjóðastarfi.
Áætlunin dregur lærdóm af heimsfaraldri Covid-19 og styrkir samtök og stofnanir í að nýta stafrænar aðferðir og bjóða upp á nám sem eflir færni til framtíðar. 
 
Áætlunin verður kynnt hér á landi á opnunarhátíð sem verður streymt frá Borgarleikhúsinu 15. apríl kl. 14:00-16:00.
 
frettamynd-1080x1080.jpg