Sunnudaginn 10. apríl er Dagur listkennarans.
Dagur listkennarans er viðburður á vegum listkennslunema á fyrsta ári í listkennsludeild. Viðburðurinn mun eiga sér stað á lokadegi sýningarinnar Aftur í sandkassann: Listir og róttækar kennsluaðferðir sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur. 
Boðið verður upp á metnaðarfulla fræðslu- og viðburðadagskrá fyrir almenning og fagfólk á sviði menntamála. Viðburðir eru af ýmsum toga og er hluti þeirra byggður á þátttöku sýningargesta, sem mun eiga sér stað bæði innan og utan Listasafns Reykjavíkur.

Dagskrá verður frá kl 13:00-16:00.

Verkefnið er hluti af námskeiðinu Heiti Potturinn II og hefur það markmið að vekja athygli á listkennslu þar sem skapandi og gagnrýnin hugsun er höfð að leiðarljósi. Kennari námskeiðsins er Vigdís Jakobsdóttir. 

Facebook viðburður Dags listkennarans