Nemendur á öðru ári í vöruhönnun luku nýverið námskeiðinu Hugmyndir og tækni.  Þema námskeiðisins var Gagnvirkt landslag, kynlegir dalir (E. Interactive landscapes, uncanny valleys)  

Með námskeiðinu er nemendum gefið tækifæri til að nýta stafræn áhöld og nýja tækni til að dýpka þekkingu sína á smíðum og framleiðslu á verkstæði skólans.
 
Meðal þess sem nemendur lærðu var að vinna nákvæmar vinnuteikningar í forritinu Rhino3D sem gerir þeim svo kleift að nýta stafræn vinnslutæki á borð við leiserskera og þrívíddarprentara á verkstæði skólans, vinna með skynjara og einfalda vélfræði, mótóra, segullokur og einnig forritun á örtölvum, á borð við Arduino. Með þessari þekkingu gátu nemendur búið til einföld gagnvirk kerfi.
 
Á námskeiðinu hönnuðu nemendurnir, í samráði við kennara sem að þessu sinni voru Hreinn Bernharðsson og Sam Rees, verkefni sem nýttu þessa nýju hæfni. Nemendur unnu fyrst grófa skissu þar sem tæknileg virkni verkefnisins var leyst og því næst sýndu þau lokaútgáfu sem var nærri því að vera tilbúin frumgerð. 
 
Hér fyrir neðan má sjá myndir af verkefnum nemenda og sömuleiðis linka á vídeó af verkunum í rauntíma. Þar eru líka leiðbeiningar fyrir áhugasama frá nemendum um það hvernig hægt er að setja saman verkin!
Vídeó og leiðbeiningar: