Síðustu viku og þessa eru 14 nemendur á þriðja ár myndlistadeildar þátttakendur í Vinnustofu námskeiði sem fer fram í Sköpunnarmiðstöðinni á Stöðvarfirði. 

Í námskeiðinu vinna nemendur að eigin listsköpun og þróa áfram sitt sjálfstæða vinnuferli undir leiðsögn Örn Alexanders Ámundasonar myndlistamanns. Einnig koma að námskeiðinu Una Sigurðardóttir, Kimi Tayler og Vinny Wood sem reka Sköpunnarmiðstöðina. Í miðstöðinni er eitt glæsilegasta hljóðver landsins, Stúdíó Síló, auk fjölbreyttra verkstæða t.d. keramik, prent, tré og málmsmíði, auk tónleikasals.   

Nemendur sækja í eigin hugmyndasarp og innblástur við gerð verka sinna og áhersla er á að dýpka nálgun og hugmyndaferli í gegnum persónuleg vinnubrögð. Vinnustofan fer fram á Stöðvarfirði. Nemendur tengjast umhverfinu, eiga í samtali við það og takast á við ókunnar aðstæður. Í námskeiðinu vinna nemendur að samsýningu sem sett er upp á staðnum og opnar fyrir föstudaginn 27. janúar.