Í gegnum Opna listaháskólann geta áhugasöm sótt námskeið sem kennd eru í deildum Listaháskóla Íslands. Hægt er að taka opin námskeið með eða án ECTS háskólaeininga. Nokkuð algengt er að nemendur taki námskeið í Opna listaháskólanum með það fyrir augum að safna einingum í meistaranámi.
 
Afar fjölbreytt og spennandi námskeið eru í boði á vorönn Opna LHÍ og hefjast fjölmörg þeirra í janúar.
 

Listkennsludeild LHÍ

 
8. janúar - 26. febrúar
 
Kennari: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
 
10. - 31. janúar
 
Kennari: Ingimar Ólafsson Waage
 
21. janúar - 12. maí
 
Námskeiðið er einstaklingsmiðað þar sem nemendur takast á við sjálfstæð verkefni í myndlist og hönnun með áherslu á rannsóknarferli sem hluta af vinnuferli listamanna. Í námskeiðinu verða einnig gerðar tilraunir með skrif í tengslum við listsköpun sem varpa ljósi á hugmyndir um eigin verk í vinnustofunni og tengsl þeirra við menntun.
 
Kennari: Gunndís Ýr Finnbogadóttir
 
21. jan. - 18. febrúar
 
This course is taught in English. The course is suitable for those teaching in the visual arts and wanting to develop broader knowledge and skills using materials and themes with a variety of school age populations. Through a consideration of themes, practices and concerns of contemporary art, pre-service teachers will learn how to adapt and translate these ideas for educational settings with children and adolescents. Various themes, practices and concerns become the motivation for exploring the processes, properties and expressive uses of a range of materials, particularly found and recycled materials.
 
Kennari: Louise Harris.
 
 
30. janúar - 6. febrúar
 
Í námskeiðinu eru nemendur þjálfaðir í að beita gagnrýnni og skapandi hugsun. Nemendur skoða textaverk og notkun texta í listaverkum og nánasta umhverfi. Að geta greint ólíkar gerðir texta og notkun þeirra í verkum og hugmyndavinnu listamanna opnar nýja sýn fyrir nemendum. Í áfanganum er ætlast til að nemendur fari út fyrir kassann og vinni sjálfstæða hugmynda- og verkefnavinnu og þjálfist í notkun texta í verkum.
 
Kennari: Jóna Hlíf Halldórsdóttir
 

Myndlistardeild LHÍ

 
 
14. janúar - 24. mars
 
Í námskeiðinu er fjallað um bókverk íslenskra og erlendra myndlistarmanna frá sjöunda áratugi 20. aldar til samtímans ásamt því að forsaga þeirra er rakin. Áhersla er lögð á að greina sérstöðu bókverka og þróun þeirra í samhengi við aðra miðla sem myndlistarmenn nota til listsköpunnar auk skörunar þeirra við aðrar listgreinar: skáldskap, tónlist, sviðslistir, o.fl. Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Valnámskeið í bakkalárnámi í myndlist.
 
Kennari: Aðalheiður L. Guðmundsdóttir
 
 
14. janúar - 24. mars
 
Á námskeiðinu verður brugðið ljósi á afmarkaðan þátt listasögunnar í ljósi sögu hugmyndanna um Eros. Stuðst verður við fræðilega texta frá ólíkum tímum eftir Platon, Erwin Panofsky, Edgar Wind, Loan P. Couliano, Jean-Pierre Vernant, Michel Foucault , Karl Kerényi, einnig kviður Hómer, gríska harmleiki o.fl. og leitast við að nota textana til að varpa ljósi á myndlíkingar ástarinnar í sögu listarinnar sem spannar ekki bara sögulegan tíma og landfræðilegt rými, heldur líka goðsögulegt rými allt frá hæstu hæðum himinfestingarinnar til hins dýpsta myrkurs undirheimanna. Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Valnámskeið í bakkalárnámi í myndlist.
 
Kennari: Ólafur Gíslason.
 
 
15. janúar - 25. mars
 
Í námskeiðinu er farið yfir þróun alþjóðlegrar samtímamyndlistar frá árinu 1970 til okkar tíma. Leitast er við að varpa ljósi á framvindu þessa tímabils, helstu stefnur, hreyfingar, einstaklinga og hugmyndir sem einkenndu tímabilið. Lögð er áhersla á að kynna þá nýju miðla og aðferðir sem fram komu á þessum tíma; umhverfislist hvers konar og innsetningar; gjörninga og uppákomur, op- og hreyfilist; skjá- og myndbandalist, hugmyndalist og ljósmyndalist. Einnig er reynt að bregða ljósi á þjóðfélagslegt samhengi hvers tíma, þ.e. er varðar stjórnmál, efnahag og samfélag. Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Skyldunámskeið í bakkalárnámi í myndlist.
 
Kennari: Margrét Elísabet Ólafsdóttir
 
17. janúar - 3. apríl
 
Í námskeiðinu verður farið yfir sögulegt ágrip sýningagerðar og sýningastjórnunar og fjallað um mismunandi vettvanga myndlistarsýninga í samtímanum. Litið verður á flesta þá þætti er lúta að sýningastjórn með sérstökum áherslum á greiningu samstarfs sýningastjóra og myndlistarmanna. Rannsóknarvinna og framkvæmdaþættir við sýningargerð verða í fyrirrúmi og munu nemendur vinna að gerð opinberra sýninga, m.a. með upplýsingaleit, hugmyndavinnu, vali á verkum, skrifum, gerð sýningarskrár, uppsetningu og kynningu á viðburði, o.fl. Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Valnámskeið í bakkalárnámi í myndlist.
 
Kennari: Becky Forsythe
 
 

Sviðslistadeild LHÍ

 
6. - 17. janúar
 
Kennari: Erla Rut Mathisen.
 

Tónlistardeild LHÍ 

 
7. janúar - 28. apríl
 
Kennari: Tui Hirv. 
 
9. janúar - 16. apríl
 
Kennari: Arnar Eggert Thoroddsen.
 
18. janúar - 27. apríl
 
Námskeiðið er hluti af námsframboði sem er í þróun hjá tónlistardeild og er markmiðið að auka aðgengi tónlistarkennara að starfsþróunarmöguleikum óháð búsetu auk þess sem þau námskeið sem í boði verða munu geta mætt menntunarþörf þeirra tónlistarkennara sem hafa reynslu og færni af vettvangi en skortir formlega kennslufræðilega menntun.
 
Í námskeiðinu er starf tónlistarskólakennarans sett í samhengi við helstu námskenningar, námsmatsfræði, námskrár og kennsluhætti. Fjallað er um markmiðssetningu í námi, gerð kennsluáætlana og hæfniviðmiða. Fjallað er um nemendamiðað nám og fagmennsku í skólastarfi. 
 
Nemendur vinna ýmis konar verkefni út frá lesefni námskeiðsins og tengja við eigin starfsvettvang og reynslu. Námskeiðið er kennt í fjarnámi auk tveggja staðlota.
 
Kennari: Elín Anna Ísaksdóttir.
 
21.-30 jan. og 10.-26. mars
 
Í námskeiðinu verður rýnt í sögu tilraunatónlistar á 20. og 21. öld. Leitast verður við að skilja eðli óhefðbundinnar og tilraunakenndrar tónlistar- og hljóðiðkunar og í hvaða samhengi hún á sér stað. Tónlist á mörkum listgreina kemur jafnframt við sögu sem og stefnur á borð við Fútúrisma, Dada, Fluxus og Nýja fagið. 
 
Kennari: Berglind María Tómasdóttir.
 
21. jan - 21. apríl
 
Í námskeiðinu eru tekin fyrir mikilvæg afmörkuð viðfangsefni er tengjast tónbókmenntum 19. aldar. Kennsla fer að mestu fram í fyrirlestrum þar sem leitast verður við að bregða ljósi á sögulegt umhverfi, fagurfræði, formfræði og tónsmíðaaðferðir í tengslum við áherslur námskeiðs hverju sinni.
 
Kennari: Gunnsteinn Ólafsson.
 
23. jan - 16. apríl
 
Í námskeiðinu eru tekin fyrir mikilvæg afmörkuð viðfangsefni er tengjast tónbókmenntum 17. og 18. aldar. Viðfangsefni geta verið breytileg á milli ára. Kennsla fer að mestu fram í fyrirlestrum þar sem leitast verður við að bregða ljósi á sögulegt umhverfi, fagurfræði, formfræði og tónsmíðaaðferðir í tengslum við áherslur námskeiðs hverju sinni.
 
Kennari: Kolbeinn Bjarnason.
 
 
23. jan - 31. mars
 
Í námskeiðinu verða kenndar aðferðir til að búa til einfaldar útsetningar sem henta blönduðum hljóðfærahópum ungra nemenda. Nemendur skrifa útsetningar sem henta hljóðfærasamsetningu bekkjarins hverju sinni og flytja verkefni sín sjálf. 
 
Kennari: Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir.