Leiðir að listum 

 
Föstudaginn 2. nóvember hélt faghópur um skapandi leikskólastarf og listkennsludeild Listaháskóla Íslands námskeiðsdaginn Leiðir að listum fyrir leikskólakennara í LHÍ Laugarnesi.
 
Meginmarkmið námskeiðsdagsins var að efla skapandi starf í leikskólum og var lögð áhersla á verklega kennslu. Fjórar mismunandi smiðjur voru haldnar tvisvar sinnum þannig að þátttakendur höfðu val um að fara í tvær smiðjur hver.
 
 
Smiðjustjórnendur eru allir með mikla þekkingu og reynslu hver á sínu sviði og voru það þær Elfa Lilja Gísladóttir tónlistarkennari og verkefnastýra List fyrir alla hélt tónlistarsmiðju, Guðný Rúnarsdóttir myndlistarkona og listgreinakennari, sá um myndlistarsmiðju, Vigdís Gunnarsdóttir leikkona og listgreinakennari kenndi leiklistarsmiðju og Michelle Sonia Horne leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri bauð þátttakendum ofan í Gullkistu ímyndunaraflsins. 
 
Hér má sjá fleiri myndir frá námskeiðsdeginum sjálfum.