Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að námsbraut í fatahönnun við Listaháskóla Íslands hefur boðist að vera með í úrtaki fyrir úrvarlslista Business of Fashion (BoF) 2019 yfir hæfustu fatahönnunarskóla heims þar sem sjónum er beint að áhrifum á alþjóðavettvangi, námsupplifun og langtíma gildum.
 
Við mat á skólum er jafnframt tekið tillit til uppsentingu námsins, styrkleika þess og sérstöðu. Þá eru núverandi og fyrrverandi nemendur beðnir um að svara spurningum um upplifun sína af náminu og er tekið tillit til þeirra upplýsinga þegar gæði námsins eru skoðuð.  
Í þessu ferli þarf skólinn að svara spurningum um uppsetningu námsins, styrkleika þess og sérstöðu. En svör frá núverandi og fyrrverandi nemendum um upplifun þeirra af náminu eru lykilatriði í staðsetningu okkar á þessum lista.
 
Til þess að matið sé marktækt þarf ákveðinn fjöldi svara frá bæði núverandi og fyrrverandi nemendum að berast. Mikilvægt er því að sem flestir sem stundað hafa nám í fatahönnun við Listaháskólann taki þátt í könnunni.
 
Ef einhverjir hollnemar úr fatahönnun hafa  ekki fengið sendar upplýsingar um könnuna viljum við biðja ykkur um að hafa samband við Evu Maríu Árnadóttur (evamaria [at] lhi.is)  og við munum þá senda ykkur upplýsingar um hvernig þið getið tekið þátt.
 
Business of Fashion er vefsíða sem var sett á laggirnar árið 2007 og hefur síðan náð gífurlegum vinsældum innan fatahönnunarheimsins og er lesin af fólki í yfir 200 löndum og höfundar greina koma alls staðar að úr heiminum.
 
Vefsíðan gefur árlega út lista yfir færustu skóla heims sem kenna fatahönnun bæði á BA og MA stigi. Þetta er eini aðilinn sem framkvæmir hlutlaust mat á fatahönnunarskólum í heiminum og er listi BoForðinn að mælikvarða sem sífellt fleiri líta til. BoF listinn er hluti af BoF Education, sem er vettvangur á netinu fyrir þá sem ætla sér að stunda háskólanám í fatahönnun.
 
businessoffashion.com