NÁM Í KVIKMYNDALIST Á HÁSKÓLASTIGI VIÐ LHÍ

Nám í kvikmyndalist mun hefjast við LHÍ haustið 2022.
Opnað verður fyrir umsóknir í nám til BA gráðu Í kvikmyndagerð þann 21. febrúar 2022 og er umsóknarfresturinn til 4. apríl. 
 
Gert er ráð fyrir að teknir verði inn tólf nemendur á ári. Námið er einstaklingmiðað og mun veita grunnþekkingu og hæfni í helstu greinum kvikmyndalistar auk dýpri sérhæfingar og þjálfunar í áherslugrein. Námið byggist á hagnýtri þjálfun og verklegum æfingum þar sem nemendum gefast tækifæri til að þróa listræna sýn, skapandi og gagnrýna hugsun um leið og þeir hljóta þjálfun í samstarfi og samvinnu. Námsumhverfið byggist á samvinnu sérfræðinga og nemenda í ríku samstarfi við kvikmyndageirann á Íslandi, erlenda kvikmyndaháskóla og aðrar deildir Listaháskólans. 
 
Nánari upplýsingar um námið og umsóknarferlið munu birtar hér á vef LHÍ þann 21. febrúar.