Einkaþveiti

Gögnum er safnað um okkur, þau greind og nýtt til að sjá fyrir og stýra gjörðum okkar. Við samþykkjum gagnasöfnunina gagnrýnislaust, gegn hugmyndinni um aukin þægindi. Raddstýrður ljósabúnaður, ryksuguvélmenni, snjallúr og nettengdir hitamælar, sem sjá til þess að hitastigið sé alltaf fullkomið. Hverju einasta tæki fylgja allt að þúsund samningar, ein allsherjar gagnaflækja.

Snjallklósett gætu auðveldað líf okkar. Skannað á okkur endaþarminn, sem er jafn auðkennandi og fingrafar, greint úrgang og gefið okkur ráð: „Borðaðu meiri trefjar, slakaðu á, taktu lyfin þín og hættu að drekka.“ Persónulegur næringarfræðingur, lyfjafræðingur og læknir. Persónulegur njósnari?

verandi_vera_being_-_individual_pieces-36.jpg

 

2._mekkin_gudmundsdottir_mekkin19lhi.is-5.jpg

2._mekkin_gudmundsdottir_mekkin19lhi.is-5.jpg, by thorgerdurolafs