Það er okkur sannkallaður heiður og ánægja að tilkynna að Valerio Di Giannantonio meistarnemi í hönnun við Listaháskóla Íslands bar sigur úr býtum í hinni alþjóðlegu nemendakeppni Cumulus Green 2020: Fyrir Hringrásarhagkerfið, með útskriftarverki sínu frá hönnunar- og arkitektúrdeild FiloSkin. 638 tilögur voru sendar í keppnina frá 163 háskólum í 44 löndum.

 

di_giannantonio_valerio.png
Valerio Di Giannantonio

 

Vinningstillagan

FiloSkin er vara hönnuð með aðferðir getgátuhönnunar (e. Speculative Design) að vopni. Hönnunin gengur út á að nýta þráð úr H. Pluvialis, sem eru örþörungar (e.microalga) sem geta framleitt súrefni með því að sía koltvíoxíð frá andrúmsloftinu og bregðast þar að auki við breytingum í umhverfinu með því að breyta um lit. Filoskin er gagnvirkur textíll sem á í beinum samskiptum við líkama okkar. Efnið gæti orðið til þess að draga úr neikvæðum þáttum er hafa áhrif á umhverfið og gert manneskjunni kleift að aðalagast aukinni mengun í umhverfinu.
 
Valerio Di Giannantonio er ítalskur hönnuður sem er nemandi við meistaranámsbraut í hönnun við Listaháskóla Íslands. Aðspurður segist hann hafa ákveðið að taka þátt í Cumulus Green 2020 keppninni „vegna þess að Cumulus eru nýstárleg samtök sem horfa til sjálfbærrra lausna í framtíðinni og gefa okkur nemendum tækifæri til að leggja til lausnir með verkefnum okkar í því samhengi. Mér fannst FiloSkin passa vel við þau undirstöðuatriði sem keppninn byggði á og ég vildi kanna möguleikann á að deila verkefninu með samfélagi sem hvetur til slíkrar hugmyndasköpunar. Mér finnst að við ættum öll að vinna saman að raunverulegu Hringrásarhagkerfi (e. circular economy). FiloSkin er eitt dæmi þess að við höfum tólin og efnin fyrir framan okkur. Við ættum öll að horfa til vísinda- og tæknisamfélagsins svo hægt sé að endurhugsa efni, ferla og kerfi til að komast sem næst Hringrásarhagkerfinu.
 
Valerio segist áhugasamur um að þróa FiloSkin áfram, þá sérstaklega að rannsaka þetta tiltekna lífefni. „Í rauninni er hægt að rækta önnur lifandi efni úr bakteríum og í þörunga, með ólík karaktereinkenni. Í augnablikinu er ég að rannsaka áhrif næringu á lífefni, sjáum til hvernig það fer!
 
 

Alltaf gott að fá viðurkenningu

Það er alltaf gott að fá viðurkenningu, þetta gefur til kynna að við séum á réttri leið með námið og það sé svo sannarlega rými fyrir tilraunamennsku, tilgátur, spekúleringar og gagnrýna hugsun innan hönnunarfagsviðsins. Ég á von á því að sviðið eigi eftir að rýmka meira fyrir þesskonar verkefnum. Í veruleika þar sem mörg mannleg kerfi liggja undir þungri gagnrýnni í ljósi hamfarahlýnunar ásamt margra óvissuþátta tengt komandi tækni og samfélagsbreytinga þá viðist vera brýn þörf á því að efast um hið þekkta og kanna meira hið óþekkta og annarskonar. Það er margt hægt að læra af, uppgvötva og fá önnur sjónarhorn með því að mynd og formgera annarskonar raunveruleika en þann sem við þekkjum bæði í framtíð, samtíð og fortíð. Það að MA Hönnun stúdíó menningin sé alþjóðleg og þverfagleg ýtir að sjálfsögðu undir þann möguleika að við getum sem hópur kannað mörg verkefni útfrá mörgum sjónarhornum. Það víkkar sjóndeildarhringinn og eykur skilning okkar á viðfangsefninu. Ég á einnig von á því að þessi viðurkenning komi til með að auka aðsókn á náminu erlendis frá.
 
Það er hægt að greina og tala um verkefnið hans Valerio frá mörgum linsum. Það gerir vissulega tilraun til þess að leysa ákveðið vandamál sem er ekki ólíklegt að komandi kynslóðir koma til með að eiga við, aðgengi að hreinu lofti, súrefni til þess að lifa. En verkefnið kallar líka á allskonar spurningar frá viðtakandanum, dýpri spurningar um tengsl okkar við umhverfið og þau vistkerfi náttúrunnar sem við reiðum okkur á. Verkefnið setur einnig spurningamerki við samruna vitundar okkar og líkama við tækni. Það setur aðlögunarhæfni mannsins í ákveðið samhengi og spyr hvort okkar eina leið í framtíðinni til að lifa af sé í raun að ná meiri og meiri samruna við tækni og fjarlægja okkur meira og meira frá vistkerfum náttúrunnar? Þetta eru viðfangsefni þess tíðaranda sem við lifum í og því held ég að margir tengi við verkefnið.
 
Garðar Eyjólfsson, fagstjóri meistaranámsbrautar í hönnun.
 
 
Það er frábært fyrir Listháskólann að fá þessa viðurkenningu og staðfestir að við erum að gera góða hluti í meistanámi í hönnun. Nemendur okkar voru þarna að keppa við nemendur úr öllum bestu listaháskólum heims og keppninn hefur vakið mikla athygli alþjóðlega. Valerio hefur mætt ýmsum hindrum í sinni listrannsókn en verið mjög einbeittur og fundið skapandi úrlausnir. Þrátt fyrir að öll verkefnin sem komust á blað séu örugglega framúrskarandi er gaman að sjá nafn Listaháskólans fyrir ofan marga að viðurkenndustu háskólum á þessu sviði, svo sem Parsons School of Design og Oslo School of Architecture and Design.

            Sigrún Alba Sigurðardóttir, forseti hönnunar- og arkitektúrdeildar

 
 
 

Cumulus Green

Cumulus samtökin voru stofnuð árið 1990 og hafa síðan verið brautryðjandi í að sýna fram á mikilvægi listamanna og hönnuða við að skapa betri og mannúðlegri framtíð. Samtökin eru einu heimssamtökin sem þjóna háskólum á sviði lista og hönnunar.
 
 
 
 
Listaháskóli Íslands óskar Valerio innilega til hamingju með sigurinn, við hlökkum til að fylgjast með verkefnum þessa hugvitssama og spennandi hönnuðar áfram.