Það er mikið gleðiefni að segja frá því að meistaranámsleiðir í hönnun og arkitektúr við Listaháskóla Íslands eru nú á skrá hjá veftímaritinu Dezeen ásamt öðrum alþjóðlegum námsleiðum í hönnun og arkitektúr frá háskólum um allan heim.
Hægt er að skoða lista yfir námsleiðir í hönnun og arkitektúr sem Dezeen mæla með HÉR.
 
Haustið 2024 fer af stað nýtt meistaranám í hönnun við Listaháskólann sem ber heitið Master Design & New Environments. Námið, sem er til tveggja ára, verður byggt upp á hönnun, miðlun og umhverfisrannsóknum þar sem stutt er við rannsóknir nemenda og þeir vinna að skapandi verkefnum einstaklingslega og í teymum.
Hægt er að lesa allt um námið á vefsíðu Listaháskólans HÉR.
 
Meistaranám í arkitektúr hófst haustið 2021 og munu fyrstu nemendurnir útskrifast nú í vor. Þetta er í fyrsta sinn sem arkitektúr er kenndur á meistarastigi á Íslandi og því í fyrsta sinn sem nemendum í arkitektúr gefst kostur á að ljúka fullnaðarnámi í arkitektúr hérlendis. Meistaranám í arkitektúr við Listaháskóla Íslands er tveggja ára alþjóðlegt nám  
Hægt er að lesa allt um námið á vefsíðu Listaháskólans HÉR.