Þau Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Thomas Pausz, starfsfólk við Listaháskóla Íslands, verða meðal fyrirlesara á málþingi FEINART um helgina.

Málþing á vegum alþjóðlega rannsóknarnetsins FEINART verður haldið í Háskóla Íslands laugardaginn 26. mars og verður þingið helgað úrlausnarefnum á sviði félagslegrar afstöðulistar í menningarlífi samtímans. Málþingið fer fram á ensku og er öllum opið.

Umrædd úrlausnarefni verða skoðuð frá sjónarmiði listar og stjórnmálaheimspeki, sýningastjórnunar og menningarstjórnunar, listfræða og menningarfræða, og tekist á við spurningar um lýðræði, samfélagslega stefnumótun og ný birtingarform listar ogsýningarstjórnunar.

Opnunarerindi flyturstjórnmálaheimspekingurinnOliver Marchart en auk hans flytja erindi Mirwan Andan og Ajeng N Aini, meðlimir listahópsins ruangrupa sem annast framkvæmd listfimmæringsins dokumenta15sem haldinn verður í ár, Fatin Fahrat stofnandi og stjórnandi samtakanna Palestine Observatory of Cultural Policy, Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur og Thomas Pausz listamaður og hönnuður.

Frekar upplýsingar um málstofuna má sjá hér.