Kallað er eftir efni í Mænu, tímarit hönnunar- og arkitektúrdeildar

 

Þema tímaritisins er að þessu sinni Trans

Skilafrestur á greinum er 1. september 2018. 

Staðfestingu á þáttöku og lýsingu á grein skal skila inn til ritstjóra 15. ágúst 2018 

Ritstjóri: Marteinn Sindri Jónsson, mattisindri [at] gmail.com

Frekari upplýsingar eru hér.

Um Mænu:

Mæna er tímarit um hönnun á Íslandi sem gefið er út árlega af hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Þetta er áttunda árið sem Mæna er gefin út. Lögð er áhersla á fræðilega umræðu um þá ótal þræði sem snerta hönnuði og að vera vettvangur gagnrýnna umfjallana. Áhersla er einnig lögð á að tengja Listaháskóla Íslands við aðrar akademískar faggreinar sem og atvinnuumhverfið. Auk þess er lögð áhersla á líflegar hugmyndir og skoðanaskipti þvert á aðrar greinar þar sem við á. Mæna hvetur því til þverfaglegra rannsókna í tengslum við hönnun.

Markmið Mænu er þá einnig að þenja mörk grafískrar hönnunar með tilraunastarfsemi og tilraunakenndum samræðum. Leitast er við að ögra starfandi sérfræðingum og fræðafólki, bæði innan greina hönnunar og utan. Þar að auki er horft til hverskyns tækniþróunnar og áhrif hennar á hönnun, á meðan leitast er við að skoða tengsl hönnunar við félagsleg- og siðferðisleg málefni og í samhengi við sjálfbærni og umhverfisvernd. Mæna er ávalt unnin út frá ákveðnu þema og í ár er það „ófullkomleiki“. Þemað endurspeglast í innihaldi, uppsetningu og útliti tímaritsins. Sýning á efni og innihaldi Mænu verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, meðan á HönnunarMars stendur.