Í sjónvarpsþættinum Landanum, sem sýndur er á RÚV, birtist umfjöllun um Listalestina, menningarhátíð barna sem fram fór í september ´18 á Austurlandi. 
 
Kennarar í Listalestinni voru allt nemendur í listkennsludeild Listaháskóla Íslands, en nemendurnir eru allt starfandi listamenn sem eiga það sameiginlegt að vera að ná sér í kennararéttindi.
 
Listkennslunemarnir sem tóku þátt í verkefninu eru Anna Á.Brynjólfsdóttir, Anna Íris Pétursdóttir, Gísli Hilmarsson, Guðmundur Elías Knudsen, Guðríður Skugga Guðlaugsdóttir, Guðrún Margrét A Jóhannsdóttir, Ingunn Elísabet Hreinsdóttir, Logi Bjarnason og Sandra María Sigurðardóttir. Hér má lesa nánari umfjöllun um Listalestina