Listalest Listaháskóla Íslands var haldin undir formerkjum BRAS, menningarhátíðar barna og ungmenna á Austurlandi, en menningarhátíðin er í fullum gangi í september. Hátíðin er fyrsta menningarhátíð barna sem haldin er í heilum landshluta
 
Listalest Listaháskóla Íslands hélt fimm þverfaglegar vinnusmiðjur fyrir unglinga í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Fljótsdalshéraðs; Egilsstaðaskóla, Fellaskóla og Brúarásskóla 11. og 12. september. Kennarar voru allt nemendur í listkennsludeild Listaháskóla Íslands, en nemendurnir allt starfandi listamenn sem eiga það sameiginlegt að vera að ná sér í kennararéttindi. 
 
Verkefnið var á vegum Listaháskóla Íslands og verkefnisins List fyrir alla sem er á forræði Mennta- og menningarmálaráðuneytis. Megin tilgangur verkefnisins List fyrir alla er velja og miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.
Í vinnusmiðjunum var áhersla lögð á samruna listgreina, en afrakstur vinnusmiðjanna var sýndur með viðhöfn í Sláturhúsinu, menningarmiðstöð.
 
Á sýningunni mátti sjá dansverk, andlitsgrímur úr gipsi og margt fleira. Einn nemandi í níunda bekk í Egilsstaðaskóla skrifaði meðal annars bréf til sjálfar sín úr framtíðinni og má lesa skemmtilegt viðtal við hana hér