Kvika – Tímarit Sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands auglýsir eftir efni í annað tölublað, sem mun koma út á vormánuðum 2020.
 
Vefritið Kvika er gefið út af sviðslistadeild Listaháskóla Íslands og hefur það hlutverk að skapa vettvang, aðhald og hvata fyrir hverskonar rannsóknarvinnu tengda sviðslistum innan sem utan skólans.
 
Lögð er áhersla á opinn vettvang, þ.e.a s mikill sveigjanleiki er til staðar varðandi tegundir texta sem tímaritið inniheldur.
 
Tekið er á móti stuttum sem löngum greinum/textum út frá ýmsum sjónarhornum (fræðilegum, fagurfræðilegum, pælingar, yfirlýsingar (manifesto), listrænar nálganir/aðferðir, umfjallanir, úttektir, o.fl.). Einnig má koma með uppástungur varðandi tegundir af textum.
 
Kallað er eftir textum, ekki greinum til að leggja áherslu á fjölbreytileika tímaritsins.
 
Vefritið beitir sér fyrir því að vera vettvangur fyrir:
· Orðræðu um sviðslistir á íslensku máli
· Miðlun þekkingar
· Varðveislu rannsókna
 
Með vefritinu viljum við auka umsvif rannsókna á sviði sviðslista, skapa ný tækifæri og hvata, og vera miðstöð sjónarhorna innan sviðslistanna á Íslandi
 
Ritstjórn: Ásgerður G. Gunnarsdóttir, Karl Ágúst Þorbergsson og Alexander Graham Roberts.
 
 
 

TIL HÖFUNDA

Viðmið varðandi innsenda texta:
 
Tegundir texta: fræðilegar greinar, umfjöllun um sviðsverk, listrænar nálganir, aðferðafræði, þýðingar, listræn manifestó (yfirlýsingar), frjálslegar pælingar varðandi sviðslistastarf/kennslu/list viðkomandi eða annarra.
 
Tímaritið er opið fyrir uppástungum hverju sinni varðandi textagerðir og má hér nefna sem dæmi umfjallanir eða úttektir á bókum, sviðsverkum, gjörningum, hátíðum, heimildavinnslu o.s.frv.
 
Leitast verður til við að virkja nokkur lykilhugtök varðandi gerð texta og aðferða til að skapa þekkingu og skilning: „reflection“ eða ígrundun (í framkvæmd eða eftir framkvæmd), rýni (á eigin list eða annarra), tengsl (finna tengsl, búa til tengsl), samhengi, og bakvinnsla/ferli (hvað liggur að baki, umhverfis, framundan).
 
Grunnflokkar: sviðslistir/sviðshöfundur, sviðslistafræði, flytjendur/flutningur, annað (gagnrýni/umfjöllun/dómur…)
 
Hvatt er til að nýta sér starfræna umhverfi ritsins og bæta við vídeó – og myndskrám.
 
Greinar eru ekki ritrýndar að þessu sinni, en tímaritið stefnir á að innihalda bæði ritrýnt og óritrýnt efni í framtíðinni.
 
Þó vefritið leggi áherslu á íslenska tungu er einnig tekið á móti textum á ensku
 
Kallað er eftir efni í 2. tölublað sem kemur út á vormánuðum 2020
Lengd texta: 500-5000 orð
Skilafrestur texta: 20.maí 2020
Texta skal senda inn sem Word skrá (.doc, .docx)
Myndskrár skal senda sér: 300dpi (.tif, .png, .jpg, .pdf)
Senda skal efnið á: asgerdur [at] lhi.is
 
Áhugasamir geta einnig haft samband í tölvupósti ef það eru einhverjar spurningar.
asgerdur [at] lhi.is