Meistaranemar á fyrra ári í myndlist við Listaháskóla Íslands halda röð samsýninga á vorönn 2017. Sýningarnar eru af ólíkum toga en eiga það sammerkt að vera eins konar kveikjuþræðir og nánari útfærslur af hugmyndum og vinnuferli nemenda fram til þessa. Þrír skiptinemar sækja meistaranám við myndlistardeild þetta misserið og taka þátt í sýningarverkefninu. Sýningarnar opna á föstudögum í Kubbnum, sýningarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91, og standa yfir í 10 daga en dagskráin er eftir því sem segir hér að neðan.

3. febrúar
Arnar Ómarsson
Juliane Noelle Foronda

17. febrúar
Andreas Brunner
Jonna Hägg

10. mars
Einar Örn Benediktsson
Maria-Magdalena Ianchis

24. mars
Steinunn Marta Önnudóttir
Juliette Frenay

7. apríl
Clara Bro Uerkvitz