Við vekjum athygli á nýrri Kveikju sem er komin í loftið, að þessu sinni í boði Tryggva M. Baldvinssonar, tónskálds og deildarforseta tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Tryggvi rennir sér fótskriðu í gegnum tónlistarsöguna, allt frá miðöldum og til fönksveitarinnar Earth Wind and Fire með viðkomu hjá Monteverdi, Bach, Schubert, Schumann, Brahms, Ligeti, Messiaen og fleirum.

Kveikja er vikulegur lagalisti tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, valinn af fjölbreyttum kennarahópi deildarinnar.

Njótið vel.