Páll Ivan frá Eiðum, Cecilia Bartoli, Gerard Souzay, Joni Mitchell og Gabriel Fauré eru á meðal þeirra sem koma við sögu á fjölskrúðugum og stórskemmtilegum lagalista Kristjönu Stefánsdóttur, djasssöngkonu, tónskálds og aðjúnkts við tónlistardeild LHÍ en þar kennir hún meðal annars við rytmíska kennarabraut sem hóf göngu sína haustið 2018. Kristjana tók að sér að velja Kveikju, vikulegan lagalista tónlistardeildar LHÍ, valinn af litríkum kennarahópi deildarinnar. 

Antíkaría af rómuðum geisladiski Ceciliu Bartoli og György Fischer, sem kom út hjá DECCA árið 1992, slær fallegan upptakt að ferðalagi Kristjönu og síðan koma kveikjurnar, ein af annari. 

Njótið vel.