Kveikja, vikulegur lagalisti tónlistardeildar LHÍ, hefur göngu sína að nýju eftir sumarfrí. Kveikja er valin af fjölbreyttum kennarahópi tónlistardeildar LHÍ og hér má nálgast eldri lagalisti. 

Að þessu sinni er listinn settur saman af Ríkharði H. Friðrikssyni, tónskáldi og aðjúnkt í tónsmíðum og fræðum við tónlistardeild LHÍ sem hristir saman í hressandi hanastél af klassískum raftónlistarperlum, framsæknu rokki og þjóðlagatónlist. Stockhausen, Pierre Henry, Gentle Giant, YES, Conlon Nancarrow og fleiri til í upplífgandi músíkskammti Ríkharðar H. 

Njótið vel.