Viðurkenning skóla- og frístundaráðs 2018

 
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir listakona og listgreinakennari, hlaut viðurkenningu fyrir verkefni sitt, SKYNJAÐU, UPPLIFÐU, NJÓTTU - Miðlun menningararfs og menning hversdagsins, en Kristín útskrifaðist frá listkennsludeild LHÍ vorið 2017.
 
Alls fengu tólf höfundar meistaraverkefna í kennslu- og tómstundafræðum viðurkenningu skóla- og frístundaráðs 2018, en öll verkefnin hafa hagnýtt gildi fyrir framþróun í formlegri og óformlegri menntun í borginni.
 
Listkennsludeild LHÍ óskar Kristínu Þóru hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna.