Listaháskólinn býður nú upp á upplýsingarsíðu á Facebook er ber nafnið Kennslukrydd LHÍ

Þar munu birtast ýmiskonar fróðleikur um nám og háskólakennslu á sviði lista, áhugaverðar kennsluaðferðir og sniðugar lausnir sem varða stuðning við kennslu og kennsluþróun á haskólastigi.

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á námi og kennslu að skoða síðuna.