Fataverslunin Húrra stóð fyrir samkeppni um nýja hönnun á taupoka verslunarinnar. Keppnin var haldin í samstarfi við LHÍ en nemendum skólans var gefið tækifæri á að senda inn tillögur að hönnun fyrir Húrra-pokann.  

Dómnefnd var skipuð af þeim Sindra Snæ, eiganda og innkaupastjóra Húrra ásamt Margréti Mist, markaðsstjóra, Helga Rúnari, grafískum snillingi og Hákoni Þór sem starfar sem verslunarstjóri Húrra. Að auki fór fram kosning á pokum á Instagram síðu verslunarinnar.  

Í eftirfarandi tilkynningu frá Húrra koma sigurvegarar fram: 

"Við viljum þakka öllum þátttakendum fyrir sínar tillögur. Frábærar hugmyndir og fjölbreyttar útfærslur á Húrra pokanum sem við höfðum mikið gaman af að kynna okkur. Eftir að hafa farið vel yfir tillögurnar og niðurstöður úr atkvæðagreiðslunni sem fór fram á Instagram höfum við komist að niðurstöðu um sigurvegara.  

Tillaga Katrínar Bjargar Pálsdóttur varð fyrir valinu og hreppir fyrsta sætið í hönnunarkeppni Húrra og LHÍ. Í öðru sæti er tillaga Valgerðar Birnu Jónsdóttur og í þriðja sæti er tillaga Þórunnar Hörpu Garðarsdóttur.  

Til lukku og enn og aftur þökkum við fyrir frábæra keppni og góða þátttöku! 
Húrra" 

Afrakstur samkeppninnar verður sýndur í verslun Húrra yfir Hönnunarmars og hvetjum við alla til að kíkja á hana. 

 

1. sæti

1. sæti, by Katrín Björg Pálsdóttir

 

 

 

 

2. sæti

2. sæti, by Valgerður Birna Jónsdóttir

 

 

3. sæti

3. sæti, by Þórunn Harpa Garðarsdóttir