KAIROS gefur út tónlist Einars Torfa Einarssonar nýráðins prófessor í tónsmíðum

et_cover.jpeg

KAIROS er einn fremsti hljómdiskaútgefandi samtímatónlistar í heiminum með bækistöðvar í Vínarborg. Um er að ræða "portrait" hljómdisk sem rammar inn fyrsta tímabil Einars Torfa sem tónskálds eða valin tónverk frá árunum 2008-2012. Tímabilið einkenndist af miklu samstarfi við fremstu tónlistarhópa Evrópu sem flytja verkin á disknum: Asko/Schönberg Ensemble í Hollandi, Klangforum Wien í Austurríki, Ensemble Intercontemporain í Frakklandi, Adapter Ensemble í Þýskalandi/Íslandi, og Ástralska ELISION hópinn. Upptökurnar eru gerðar af ríkisútvarpsstöðvum í Hollandi, Austurríki og Finnlandi ásamt tónlistarhátíðum í Bretlandi, Frakklandi og Austurríki. Bandaríska tónskáldið Evan Johnson skrifar grein um tónlistina í bækling meðfylgjandi disknum. Útgáfuna má nálgast hér.

Við óskum Einari Torfa innilega til hamingju!

et_cover.jpeg

EINAR TORFI EINARSSON: Quanta