JAFNRÉTTISDAGAR
1.-5. október
 
Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis.
Leitast er við að skapa opna umræðu og aukinn skilning á jafnrétti ásamt því að auka sýnileika jafnréttismála og virkja slagkraft þeirra fjölmörgu aðila sem vinna að jafnrétti. Allir háskólar landsins sameinast um að halda jafnréttisdaga í eina viku á ári hverju.

 

DAGSKRÁ

HVERNIG NÆST JAFNRÉTTI Í SVIÐSLISTUM? - MÁLSTOFA SVIÐSLISTADEILDAR

2. október kl. 12:15-13:00
Fyrirlestrarsalur, Laugarnesi

Á málstofunni verður jafnrétti í sviðslistum til umfjöllunar. Hvað er jafnrétti í sviðslistum og hvað þarf til að það náist. Fluttar verða hugvekjur sem fjalla á ólíkan máta um málefnið. Til grundvallar liggur jafnréttissýn sviðslistadeildar. Í kjölfar hugvekjanna verður boðið til umræðna útfrá hugarefnum viðstaddra.

 

JAFNRÉTTI Í KENNSLU – KENNARAKAFFI LHÍ

3. október kl 15:00-16:00
Stofa L220, Laugarnesi

Í kennarakaffinu verður til umræðu hvernig kennarar geti stuðlað að jafnrétti í kennslu. Til grundvallar umræðunni verður jafnréttisgátlisti HÍ skoðaður.

Kennarakaffi LHÍ er óformlegur vettvangur fyrir kennara til að hittast yfir kaffibolla og ræða saman um tvo meginþætti akademísks starfs; kennslu og rannsóknir. Kennarakaffið er liður í að efla akademískt starf og er hugsað sem stuðningur við starfsþróun og símenntun kennara. Í hverju kennarakaffi er sett fram umræðuefni eða efni til kynningar.

 

LOKAHÓF JAFNRÉTTISDAGA

5. október kl 19:30-22:30
KEX Hostel

Jafnréttisdögum lýkur með tónlistarveislu á KEX Hostel.

Gógó Starr verður kynnir kvöldsins.

Fram koma:
Bríet
Milkywhale
Árný
Gróa

Lokahófið er haldið af HÍ, HR og LHÍ.
Enginn aðgangseyrir.