Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu í kvöld. 
Tilnefningar hafa verið kynntar en á listanum er fjöldi nemenda, 
hollnema, kennara og starfsmanna 
tónlistardeildar Listaháskóla Íslands.   
 
Í flokki popptónlistar 
 
 
Hljómsveitin Vök er meðal þeirra sem hljóta flestar tilnefningar í ár. 
Tónlistarkonan Margrét Rán Magnúsdóttir 
er söngkona hljómsveitarinnar en hún stundar nám í nýmiðlun við tónsmíðabraut LHÍ. 
Hljómsveitin er tilnefnd í flokki popptónlistar en tilnefningarnar eru eftirfarandi:  
 
Tónlistarflytjandi ársins, hópar
In the dark – plata ársins 
In the dark – lag ársins 
In the dark - tónlistarmyndband ársins / leikstjórn: Elí. 
In the dark - upptökustjórn og gerð hljóðmyndar 
(James Earp, Margrét Rán Magnúsdóttir og Einar Hrafn Stefánsson: Upptökustjórn og gerð hljóðmyndar)
Þá hlýtur Margrét Rán tilnefningar sem textahöfundur, lagahöfundur og söngkona ársins í flokki popptónlistar. 
 
Tónlistarkonan K.óla eða Katrín Helga Ólafsdóttir hlýtur einnig tilnefningar 
í flokki popptónlistar annarsvegar til plötu ársins fyrir plötuna ‘Allt verður alltílæ’ 
og hinsvegar til bjartsýnisverðlauna. 
Katrín Helga lýkur bakkalárnámi í tónsmíðum frá LHÍ í vor.  
Högni Egilsson er einnig tilnefndur í flokki popptónlistar sem söngvari ársins 
en hann hefur lokið tónsmíðanámi frá LH 
 
Flokkurinn Sígild- og samtímatónlist 
 
Í flokknum Sígild- og samtímatónlist eru meðal annars veitt verðlaun fyrir tónverk ársins. 
Að þessu sinni eru fimm tónskáld tilnefnd í þessum flokki og þar af hafa 
fjögur þeirra lokið tónsmíðanámi frá LHÍ.
 
Anna Þorvaldsdóttir hlítur tilnefningu fyrir verkið 'ENIGMA'. 
Bára Gísladóttir er tilnefnd fyrir verkið 'Music to Accompany your Sweet Splatter Dreams'.  
Veronique Vaka hlítur tilnefningu fyrir verkið ,,Lendh” en hún er ein af 
þremur konum sem lokið hafa meistaranámi í tónsmíðum frá LHÍ. 
Þá er Páll Ragnar Pálsson tilnefndur fyrir konsertinn 'Crevace' fyrir flautu og fagott. 
Páll starfar nú við LHÍ en hann er aðjúnkt í tónsmíðum og fræðum. 
Hollnemar LHÍ eru fleiri í flokki sígildrar- og samtímatónlistar. Tilefningarnar eru eftirfarandi: 

Bjarni Frímann Bjarnason - tónlistarflytjandi ársins, einstaklingar 
Herdís Anna Jónasdíttir - söngkona ársins 
Helga Þóra Björvinsdóttir - Tónlistarflytjandi ársins, hópar.
Tilnefninguna hlýtur tónlistarópurinn Elektra Ensemble en fiðluleikarinn 
Helga Þóra er meðlimur hópsins og hollnemi LHÍ.

 
Opinn flokkur
 
Forseti tónlistardeildar, Tryggvi M. Baldvinsson, er meðal þeirra sem hlýtur tilnefningu í ár 
ásamt syni sínum Einari Sv. Tryggvasyni fyrir plötu ársins. 
Í opnum flokki eru veitt verðlaun fyrir kvikmynda- og leikhústónlist, þjóðlaga- og heimstónlist.
Tilnefninguna hljóta þeir í fyrir tónlist sína í þáttaröðinni 'Flateyjargátan'.  
Einar lauk tónsmíðanámi frá LHÍ árið 2011.  
   
Félagsskapur feðganna í opnaflokknum er ekki af verri endanum en tónskáldið 
Herdís Stefánsdóttir er einnig tilnefnd fyrir tónlist sína í kvikmyndinni
'The Sun Is Also a Star' en Herdís hefur lokiðnámi í tónsmíðum frá LHÍ.  

Þá er að sjálfsögðu stórstjarnan og hollnemi LHÍ, Hildur Guðnadóttir, með tvær tilnefningar 
í opnum flokki, annarsvegar fyrir tónlist í kvikmyndinni 'Joker' og hinsvegar fyrir tónlistina í
HBO þáttaröðinni 'Chernobyl'. 
Hún hlýtur einnig tilnefningu fyrir upptökustjórn og gerð hljóðmyndar ásamt Sam Slater
en þau unnu í sameiningu að hljóðblöndun og hljóðmynd fyrir Chernobyl þættina. 

Í opnum flokki eru einnig veitt verðlaun fyrir lag eða tónverk ársins. 
Þar eru þau Hróðmar I. Sigurbjörnsson, fagstjóri tónsmíða við LHÍ og 
Ragnheiður Erla Björnsdóttir, tónskáld, tilnefnd fyrir barnaóperuna 'Konan og selshamurinn'. 
Ragnheiður Erla er útskrifuð frá tónsmíðabraut LHÍ og er 
fyrrum nemandi Hróðmars. Hún hefur einnig lokið námi í ritlist frá HÍ og sá því um 
textagerð óperunnar og Hróðmar samdi tónlistina.  

Tónlistarhópurinn Hlökk saman stendur af þremur tónlistarkonum sem lokið hafa námi 
frá tónlistardeild Listaháskólans. Það eru þær Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir,
Lilja María Ásmundsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir. 
Hlökk hlýtur tilnefningu í opnum flokki fyrir plötu ársins 
sem ber heitið 'Hulduhljóð'. 
Þá er tónskáldið og hollneminn Ólafur Björn Ólafsson einnig tilnefndur til sömu verðlauna
ásamt Jo Berger Myhre fyrir plötuna 'Lanzarote'. 

Flokkur Djass- og blústónlistar  
 
Þeir Andrés Þór Gunnlaugsson og Sigurður Flosason eru tilnefndir í flokki 
djass- og blústónlistar,  Andrés Þór fyrir verkið  'AVI' sem tilnefnt er sem tónverk ársins 
en hann er einnig tilnefndur sem tónlistarflytjandi ársins í flokki einstaklinga.  
Sigurður Flosason er tilnefndur til sömu verðlauna fyrir verkið 'Counting sheeps' 
og einnig sem tónlistarflytjandi ársins. 
Sigurður er fagstjóri rytmískrar söng- og hljóðfærakennslu við LHÍ og Andrés kennir við 
brautina sem var starfrækt árið 2018.
Brautin er gríðarleg viðbót í námsframboð skólans og opnar enn frekari möguleika 
til tónlistarmenntunar á háskólastigi.

 

Listaháskóli Íslands er ákaflega stoltur af þessu frábæra og hæfileikaríka fólki, 
Við óskum þeim góðs gengis í kvöld.

Verðlaunin verða í beinni útsendingu á Rúv og hefst útsendingin kl 18.30.