María Sánchez Baeza-Rojano er skiptinemi hér í Listaháskólanum í fatahönnun en hún er frá Spáni. Hún var svo indæl að deila með okkur hvernig hún ætlar að eyða jólunum í ár og deilir með okkur spænskri hefð sem haldin er í heiðri í fjölskyldu hennar.

img-61481.jpg
 

Hvernig ætlar þú að halda upp á jólin í ár?

Mig langar til þess að upplifa eitthvað nýtt í ár.
Mig langar að ferðast á sunnanverðu landinu, heimsækja nýja staði í höfuðborginni, lesa bók og hitta nýju vini mína hér.
 

Hvernig er tilfinningin að vera á Íslandi yfir jól og áramót?

Þetta verða fyrstu jólin mín að heiman svo að í fyrstu varð ég sorgmædd að geta ekki verið með fjölskyldu minni og vinum á Spáni. Nú held ég hins vegar að þetta sé einstakt tækifæri til að upplifa annars konar jól en ég vön og ég er mjög spennt að vera hér um jólin.
 

Hver er uppáhalds jólahefðin þín?

Á Spáni fáum við gjafirnar frá vitringunum þremur nóttina 5. til 6. janúar.
6. janúar kemur Sánchez Ruiz fjölskyldan, föðurfjölskylda mín, saman. Við erum í kringum 25 manns, eyðum öllum deginum saman, útbúum og snæðum morgunmat, hádegismat og jafnvel kvöldmat. Þetta gerum við bara einu sinni á ári þar sem erfitt er að ná öllum saman.
Þegar ég var lítil vaknaði amma mín klukkan sjö um morguninn til að útbúa stóran morgunverð fyrir alla fjölskylduna. En í dag hjálpumst við öll að. Eftir morgunmatinn eru svo opnaðar gjafir og eldri kynslóðir útbúa gjarnan einhverjar óvæntar uppákomur fyrir þau yngri.
Fullorðna fólkið fær yfirleitt óvænta gjöf (secret santa). Um þrjúleytið borðum við hádegismat og seinna leika börnin á meðan fullorðna fólkið spjallar þangað til loksins, öll fjölskyldan endar á því að syngja og dansa þar til komið er að kvöldmat.
Nú erum við orðin fullorðin og amma og afi látin, en fjölskyldan heldur áfram að koma saman til að leika leynda jólasveininn og njóta þriggja góðra máltíða í félagsskap allrar fjölskyldunnar.
 

Hvers saknar þú mest að heiman í kringum hátíðarnar?

Það sem ég mun sakna mest er að sjá fjölskyldu mína og vini. Ég mun sakna þess að hjálpa ömmu, mömmu og frænkum mínum með matinn. Rölta um Úbedu með vetrarsólinni og fá okkur kaffi eða fara í „tapas“ með vinum mínum meðan við skiptums á fréttum af lífi okkar.
 

Hvað ætlar þú að borða fyrir jólin?

Í síðustu viku kenndu þær Björg Jóna Birgisdóttir og Ragnhildur Ísleifs Ólafsdóttir, námsráðgjafar í jólahópnum okkar, um nokkur dæmigerð íslensk matvæli eins og Hangikjöt. Ég hef ákveðið að prófa allt sem þær mæltu með.
Og þar að auki hef ég ákveðið að útbúa „papajotes con súkkulaði“ sem amma bjó til á hverju ári fyrir frábæran morgunverð fjölskyldunnar.
Ég deili uppskrift þeirra með ykkur (sjá hér fyrir neðan) og ég hvet alla til að prófa þær. Þær eru ljúffengar.

 

Er eitthvað sem þú ætlar að gera / reyna að upplifa íslensk jól?

Fyrir utan að elda og prófa uppskriftirnar sem að Björg Jóna og Ragnhildur kenndu mér ætla ég að heimsækja jólamarkaðina, sýninguna í Ásmundarsal og halda áfram að læra um íslensku jólahefðirnar.
Ég væri líka til í að sjá snjó og geta upplifað hvít jól þar sem í Úbedu er aldrei snjór.
 
 
 

PAPAJOTES UPPSKRIFT:

Innihaldsefni:

-250g hveiti
-150ml af mjólk
- 1 egg
- Jómfrúarolíu
- 8g þurrger
- Salt
- Sykur
 

Bökunaraðferð:

- þeytið eggið
- bætið mjólkinni út í og ​​blandið saman
- hveiti og þurrgeri blandað saman, því er svo hrært við mjólkur- og eggjablönduna.
- klípa af salti
- deigblandan á ekki að vera of fljótandi eða of þykk.
(ef það er mjög fljótandi getum við bætt aðeins meira af hveiti eða mjók ef of þykk)
- hita olíu á pönnu upp í meðalháan hita.
- þegar olían er heit, bætum við deiginu með skeið. Gætið þess að setja ekki of marga í einu, þá geta þau festa saman eða eldast ekki í gegn.
- færa til í olíunni svo að það steikist á öllum hliðum.
- steikt, eru þau sett á disk á eldhúspappír, þannig að umframolían leki af.
- Að lokum velta papajótana upp úr sykri.
 
Protip: njóttu þeirra með bolla af heitu súkkulaði.