Rannsóknarverkefnið „Ísbirnir á villigötum“ hefur nú fengið nýja og glæsilega vefsíðu, þar sem hægt er að fylgjast með framgangi verkefnisins, viðburðum og afrakstri á vegum þess.

Á vefsíðunni er einnig hægt að kynna sér markmið verkefnsins, aðferðafræði, verkáætlun og samstarfsaðila. Verkefnið er styrkt af Rannsóknasjóði Rannís til þriggja ára (2019-2021) og því er stýrt af Bryndísi Snæbjörnsdóttur, prófessor við myndlistardeild LHÍ, og Mark Wilson, prófessor við University of Cumbria.
 
Bryndís Snæbjörnsdóttir er prófessor og fagstjóri meistaranáms í myndlist við Listaháskólann. Hún vinnur í myndlist sinni í samstarfi við Mark Wilson. Þau staðsetja list sýna sem rannsóknar- og samfélagslist og nota gjarnan samspil manna og dýra í verkefnum sínum til að skoða málefni er varða sögu, menningu og umhverfið. Listaverk þeirra hafa verið sýnd á alþjóðavettvangi og hafa þau flutt erindi á lykilráðstefnum er varða myndlist og ‘animal studies’ um allan heim. Frekari upplýsingar um verk og vinnu Bryndísar og Marks má finna á: snaebjornsdottirwilson.com