Interwoven - Sýning í Norræna húsinu, 5. - 30. apríl, 2017.
Á sýningunni eru verk eftir listamenn sem tengjast fjórum háskólum á norður heimskautasvæðinu; Listaháskóla Íslands, the University of Lapland, the Sámi University College and the Bergen Academy of Art and Design.
 
 
Listir og handverk eru sterklega samtvinnuð daglegu lífi okkar og oft á tíðum erum við ekki meðvituð um tilvist þeirra og áhrif. Á þessari sýningu er sýnt hvernig samtímalist og hönnun ýmist renna saman eða skarast með notkun handverks.
 
Sjálfbærni, handverk og menning er útgangspunktur allra þeirra verka sem sýnd eru á sýningunni. Ýmist er lögð áhersla á Sami duodji, náttúruna, menningu, daglegt líf, minningar, eða beina þátttöku sýningargesta. Listamennirnir og hönnuðirnir eiga það sameiginlegt að vinna á mörkum listar og handverks, sem þeir nýta á nýstárlegan hátt.
 
Málþing, fyrirlestrar og vinnusmiðjur verða skipulagðar í tengslum við sýninguna. 
 
Sýningarstjóri er Ásthildur B. Jónsdóttir, lektor við Listaháskóla Íslands.
 
Verkefnið er styrkt af Nordic Culture Fund.
 
Listamenn: Ann Majbritt Eriksen, Antti Stöckell, Gabriel Johann Kvendseth, Jóní Jónsdóttir, Kiyoshi Yamamoto, Maarit Magga, Maria Huhmarniemi, Marjo Pernu, Rakel Blomsterberg and Thelma Björk Jónsdóttir. Rakel og Thelma Björk eru báðar nemendur við listkennsludeild LHÍ.
 
 
Fimmtudagskvöldið 6. apríl munu listamenn sýningarinnar Interwoven fjalla um verk sín. Í framhaldinu munu fara fram umræður um hvernig listir geta viðhaldið þekkingu og miðlun menningararfs.