Opið er fyrir umsóknir um þriðju doktorsnemastöðu hjá Intelligent Instruments Lab

Hvernig getum við notað hljóðfæri til að rannsaka flóknar gagnaupplýsingar?
 
Í nútímaheimi stöndum við oft frammi fyrir því að vinna með margslungin gögn á ýmsum sviðum, allt frá loftslagsmálum til bókmennta. Með tilkomu gagnavísinda, vélanáms og tækninýjunga í framsetningu gagna getum við skilið flókið eðli heimsins og menningarhugtaksins á nýjan hátt. Hefur þú áhuga á að taka þátt í að byggja upp þetta svið með því að hanna snertiviðmót fyrir hljóð (e. haptic sonic interfaces)?
 
Ef þetta hljómar eins og eitthvað sem þú gætir séð fyrir þér að gera þá skaltu endilega lesa áfram!
 
Við hjá rannsóknarstofunni Intelligent Instruments Lab tökum nú á móti umsóknum um þriðju doktorsnemastöðuna sem studd er af Evrópska rannsóknarráðinu. Okkur þætti gaman að fá umsókn frá fólki eins og þér, fólki sem hefur áhuga á að framkvæma rannsóknir á notkun hljóðfæra með það að markmiði að skoða, greina og skilja flókin gögn. Þú myndir vinna innan þíns áhugasviðs, hvort sem það eru stafræn hugvísindi, gagnavísindi, félagsvísindi, umhverfis- og auðlindafræði, jarðeðlisfræði, tónlist, tölvunarfræði, gervigreind, gagnverkun manns og tölvu (HCI) eða annað.
 
Þú myndir vinna á IIL rannsóknarstofunni í Reykjavík, með öðrum doktorsnemum, nýdoktorum, tæknifólki, verkefnastjóra og stjórnanda verkefnisins. Starfið er afar þverfaglegt en hægt er staðsetja það innan tónlistar, hugvísinda og tölvunarfræði (HCI og AI) í víðum skilningi. Rannsóknarstofan okkar er frábær staður til að vinna á og við viljum gjarna viðhalda fjölbreyttri, skemmtilegri, inngildandi og vinalegri vinnustaðamenningu þar sem fólk með hvers kyns bakgrunn, hæfileika og þakkingu eru mikils virði. Ef þú heldur að þú gætir haft gaman að því að vinna með okkur þá máttu endilega lesa auglýsinguna fyrir stöðuna og/eða haft samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.
 
Tekið er við umóknum til og með 17. apríl 2023. Starfið hefst 1. september 2023.
 
Aðalrannsakandi: Prófessor Þórhallur Magnússon
 
Frekari upplýsingar um umsóknarferlið má finna í auglýsingu á vef Listaháskóla Íslands á ensku.
 
logos.jpg