DOKTORSSTAÐA LAUS TIL UMSÓKNA

 
Rannsóknarstofa LHÍ um Snjallhljóðfæri: að skilja gervigreind 21. aldar í gegnum skapandi tónlistartækni í samstarfi við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands auglýsir eftir umsóknum um doktorsstöðu við verkefnið. Þetta er ein af þremur doktorstöðum verkefnisins og munu nemarnir  verða skráðir til náms í menningarfræði við HÍ.
 
Rannsóknaverkefnið hlaut í lok síðasta árs svokallaðan Consolidator Grant frá Evrópska rannsóknaráðinu (ERC) til fimm ára. Er um að ræða hæsta styrk sem rannsóknaráðið veitir einstökum vísindamönnum til að setja upp rannsóknarstofur. Verkefnið spannar svið gervigreinar, tónlistar og hugvísinda, og skapar alþjóðlegan vettvang til þverfaglegs samstarfs milli háskóla og menningarstofnana. Verkefnið er leitt af dr. Þórhalli Magnússyni, rannsóknaprófessor við Listaháskóla Íslands og deildarforseta tónlistardeildar Sussex háskóla í Englandi. Um er að ræða doktorsstöður til þriggja ára hver og mun fyrsti doktorsneminn komi að rannsóknaverkefninu við upphaf þess í september 2021, en næstu doktorsnemar byrja árin 2022 og 2023. 
 
Hér má finna frekari upplýsingar um verkefnið og umsóknarferlið.
 
Dr. Þórhallur Magnússon (thor.magnusson [at] lhi.is) veitir frekari upplýsingar um verkefnið og umsóknarferlið.