Hugarflug er árleg ráðstefna Listaháskólans sem haldin var í níunda sinn árið 2019, 15. og 16 febrúar.
 
 
Ráðstefnan er vettvangur starfsfólks, nemenda og annarra sem stunda rannsóknir á fræðasviði lista eða tengdra sviða til að mætast og spyrja spurninga, gera tilraunir og kynna verkefni sín.
 
Þema Hugarflugs árið 2019, líkami/líkamleiki veitti tækifæri til að skoða og hugleiða marga mismunandi þræði sem kalla á aukið rými í samtímanum.
 
_w8a1525.jpg
Mynd: Leifur Wilberg Orrason

 

Lykilfyrirlesarar voru Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og Rebecca Hilton, prófessor í kóreógrafíu við Stockholm University of the Arts.

 

img_6720.jpg
 

 

Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna ´19 má nálgast á heimasíðu Hugarflugs.