Hollneminn Hekla Finnsdóttir hlaut styrk úr Ingjaldssjóði 

Úthlutun styrkja úr minningarsjóði Ingjalds Hannibalssonar prófessors fór fram á dögunu. Þetta er í fimmta sinn sem styrkir eru veittir úr sjóðnum en heildarupphæð styrkja að þessu sinni nemur 3 milljónum króna.

hekla_finns.png

Hekla Finnsdóttir er ein fjögurra nema sem nú hlutu styrk sjóðsins en hún stefnir á að ljúka meistaranámi á árinu. 
Hekla hefur stundað nám í fiðluleik frá fjögurra ára aldri. Námsferillinn hófst í Allegro Suzuki tónlistarskólanum þar sem að hún lærði hjá Lilju Hjaltadóttur. Síðar lá leiðin í tónlistarskóla Reykjavíkur en þar lærði hún undir leiðsögn Guðnýjar Guðmundsdóttur og þaðan lá leiðin í LHÍ. Hekla lauk diplómanámi í hljóðfæraleik frá LHÍ en hefur nú lokið bakkalárnámi frá tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn. Hún hefur einnig tekið þátt í hinum ýmsu tónlistarverkefnum innanlands sem utan. Þá er vert að minnast á kammersveitina Elju en Hekla er ein af stofnendum og stjórnarmeðlimum sveitarinnar.

Við óskum Heklu innilega til hamingju með styrkinn, framtíðin er björt hjá þessum unga og efnilega fiðluleikara!