6. Moscow International Biennale for Young Art mun fara fram í Rússlandi frá 8. júní til og með 31. júlí 2018. 50 myndlistarmenn undir 35 ára frá öllum heimshornum munu sýna þar verk sín.

Á meðal sýnenda er Hillevi Högström sem er að útskrifast með BA gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Óskum við henni til hamingju með að vera valin til þess að taka þátt. Auk hennar eru frá Íslandi að sýna Fritz Hendrik Berndsen sem útskrifaðist frá myndlistardeild árið 2016 og Styrmir Örn Guðmundsson stundakennari myndlistardeildar.

Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um verkið A Hand in the Game sem Hillevi mun sýna í Moskvu en verkið var fyrst sýnt í röð einkasýninga útskriftarnema á haustmisseri 2017.