Föstudaginn 29. september útskrifaðist glæsilegur hópur frá Listaháskóla Íslands og þar af fjórir meistaranemar frá listkennsludeild LHÍ. 
 
Meistaranemarnir sem tóku við prófskírteinum sínum voru þau Auður Björnsdóttir, Auður Guðjohnsen og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir. Diðrik Jón Kristófersson útskrifaðist einnig en var fjarverandi.
 
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ flutti ávarp og má finna það hér á prentuðu máli. 
 
Starfandi deildarforseti, Gunndís Ýr Finnbogadóttir, flutti aukinheldur tölu með árnaðaróskum fyrir hönd deildarinnar og minntist meðal annars á hve mismunandi lokaverkefni verðandi listgreinakennaranna eru. Lýsingu á hverju og einu lokaverkefni má einmitt finna hér að neðan.