Tónlistarkonan Gyða Valtýsdóttir hlaut nýverið tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi þann 29.október. Í úrskurði dómnefndar fær hún lof fyrir tónlistarlega víðsýni en þrátt fyrir að hafa klassíska tónlistarmenntun að baki hefur hún aldrei einskorðað sig við eina tónlistarstefnu.
Við gerð þessarar greinar var Gyða spurð hvaða þýðingu verðlaunin hafa fyrir hana.

,,Þau gefa mér ákveðið frelsi
 til að skapa eitthvað meira og stærra. 
Ég finn ákveðið ljós í þessari viðurkenningu 
og ég er mjög þakklát fyrir hana.''  

Gyða lauk bakkalárprófi í hljóðfæraleik frá Listaháskóla Íslands árið 2004 en hafði þá stundað nám í sellóleik frá sjö ára aldri.  
Að eigin sögn varð mikil framvinda á tónlistarferlinum á framhaldsskólaárunum þegar hún gerðist meðlimur í hljómsveitinni Múm en þá fór hún að skapa tónlist og nálgast hljóðfærið sitt á nýjan hátt. Hljómsveitin vakti fljótlega athygli fyrir tilraunakennda tónlistarsköpun með rafrænum áhrifum. Það er óhætt að segja að Gyða býr vel að tónlistarmenntun sinni ásamt óhefluðu hugrekki í sköpun sinni og miðlun en hver er lykillin að frelsinu í listsköpuninni?

,, Lykillinn er að taka skref inn á við, 
staldra við og mynda djúp tengsl við sinn innri sannleika.
Hann hverfur oft þegar við hlustum mikið á utanaðkomandi raddir 
og sérstaklega þegar við erum of upptekin
við að sanna eitthvað fyrir okkur sjálfum eða öðrum ''

Það er ýmislegt framundan hjá Gyðu sem nú vinnur að útgáfu nýrrar plötu sem hefur að geyma verk sem hún semur í samstarfi við íslenskt tónlistarfólk. Þá eru einnig verk á plötunni sem samin eru sérstaklega fyrir Gyðu en það eru þau Anna Þorvaldsdóttir, Daníel Bjarnason, Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Ólöf Arnaldsdóttir, Skúli Sverrisson og Úlfur Hansson sem vinna að gerð plötunnar með henni. Þá er önnur plata í bígerð hjá Gyðu þar sem að hún, tvíburasystir hennar Kristín Anna Valtýsdóttir og bræðurnir Aaron og Bryce Dessner úr hljómsveitinni The National leiða hesta sína saman. Sköpunarverkið er hugarfóstur Ragnars Kjartanssonar listamanns sem samdi með þeim tónlistina ásamt stafrænu sjónlistaverki plötunnar.

Að lokum var Gyða spurð hvaða lærdóm hún hefur dregið af tónlistarferli sínum fram að þessu og hvaða ráð hún myndi gefa ungum nemendum í tónlist.

,,Ég var mjög oft villt á minni leið
hún var alls ekki bein og greið og ég var 
mjög oft við það  gefast upp
Ef ég gæti hvíslað í 18 ára eyrað mitt núna
þá myndi ég segja mér  mér liggur ekkert á, 
það er enginn leiðarendi og ég ætti  njóta ferðalagsins
Lífið er augnablikið sem við erum í núna
Ég virtist oft gleyma því og halda  það kæmi síðar
þegar ég væri “komin” einhvert
Ég komst sko ekkert fyrr en ég var búin  fatta þetta 
og fór virkilega  fylgja því sem fyllti mig innblæstri og gleði.''  

Gyða hefur sýnt einstaklega gott fordæmi fyrir ungt fólk í tónlist og setur sér engar takmarkanir í sköpun sinni. Hún segir frelsið felast í hugrekkinu, hlustun á innri rödd og eigin sannfæringu. Það skilar sér augljóslega í afrakstrinum þar sem einlægnin er í fyrirrúmi í verkum hennar og flutningi.

Mikil þróunn hefur átt sér stað í heimi tónlistar síðustu ár og tækifæri til menntunnar í listgreinum hafa aukist. 
Listaháskóli Íslands tekur þessari þróun fagnandi en tækifæri til tónlistarmenntunnar á háskólastigi hefur aldrei verið eins fjölþætt. Tvær nýjar brautir voru nýlega stofnaðar í tónlistardeild LHÍ, annarsvegar rytmísk söng- og hljóðfærabraut en áður var megin áhersla lögð á klassískt söng- og hljóðfæranám og hins vegar nýmiðlunarbraut þar sem ekki er gerð krafa um tónlistarlegan bakgrunn né tónlistarmenntunnar.
Áhugasamir geta kynnt sér allar brautir tónlistardeildar hér en opnað verður fyrir umsóknir þann 8.nóvember n.k.