Gréta Kristín Ómarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu aðjúnkts við sviðslistadeild og mun hún gegna hlutverki fagstjóra sviðshöfundabrautar.
 

Gréta Kristín Ómarsdóttir (1990) útskrifaðist með bakkalárgráðu frá sviðshöfundabraut LHÍ árið 2016 og lauk meistaragráðu í leikstjórn við Listaháskólann í Helsinki 2023. Áður stundaði hún nám í bókmenntafræði og kynjafræði við Háskóla Íslands. Gréta hefur starfað við sviðslistir frá árinu 2016, sem dramatúrg og leiklistarráðunautur ásamt því að hafa leikstýrt sýningum í öllum helstu sviðslistastofnunum landsins og jafnframt í sjálfstæðu senunni og er hún er einn stofnmeðlima og framleiðandi leikhópsins Stertabendu. Nýleg leikstjórnarverkefni Grétu eru Góðan daginn, faggi  í Þjóðleikhúskjallarnum , drag-óperan Die Schöne Müllerin í Tjarnarbíó, Bæng! e. Marius Von Mayenburg í Borgarleikhúsinu og Insomnia eftir Amalie Olesen í Þjóðleikhúsinu. Hún mun þá leikstýra And Björk of course eftir Þorvald Þorsteinsson hjá Leikfélagi Akureyrar leikárið 23-24. Gréta hlaut Grímuverðlaunin sem Sproti ársins 2017 og var tilnefnd til Grímunnar sem leikstjóri ársins 2017 fyrir sýninguna Stertabendu og fyrir sýninguna Bæng! árið 2019. Árin 2020-2023 var Gréta listrænn stjórnandi Þjóðleikhúskjallarans og Loftsins í Þjóðleikhúsinu og lagði þar höfuð áherslu á aðgengi og inngildingu jarðarsettra listforma og samfélagshópa. Gréta hefur starfað sem stundakennari við Listaháskóla Íslands frá árinu 2017 og þróað námsefni í kynja,- og hinseginfræðum ásamt því að vera leiðbeinandi lokaverkefna og kenna póstdramatíska greiningu og skapandi skrif.

Við bjóðum Grétu Kristínu hjartanlega velkomna til starfa. 

//

Gréta Kristín Ómarsdóttir has been hired as adjunct lecturer at the performing arts department. She will serve as programme director of theatre and performance making.

 

Gréta Kristín Ómarsdóttir (1990) graduated with a BA degree in Theatre and performance making from Iceland University of the Arts in 2016 and an MA degree in Directing from the University of the Arts in Helsinki’s Theatre Academy in 2023. Her prior studies include Comparative Literature and Gender studies at the University of Iceland. Gréta has worked professionally in the performing arts field since 2016, as a dramaturg and an artistic advisor and has directed works in most performing arts institutions in Iceland and independently as a founding member and producer of the company Stertabenda (eng: Perplex). Recent directing works are Góðan daginn, faggi (Good morning, faggi) at The National Theatre of Iceland, the drag-opera  Die Schöne Müllerin at Tjarnarbíó, Bæng! by Marius Von Mayenburg at Reykjavík City Theatre and Insomnia by Amalie Olesen at The National Theatre. She will direct And Björk of course by Þorvaldur Þorsteinsson at Akureyri Theatre in the season 23-24. Gréta was awarded Newcomer of the year at Gríman, the Icelandic Performing Arts Awards in 2017, nominated Director of the year for Stertabenda that same year and again for Bæng! in 2019. In 2020-2023 Gréta was the artistic director of Þjóðleikhúskjallarinn and Loftið at The National Theatre of Iceland, where she emphasized proactive programming  for access and inclusion of marginalized people and performing art forms. Gréta has been a lecturer at IUA since 2017 and has developed courses and material for gender and queer criticism along with mentoring thesis work and teaching postdramatic theory and new writing. 

We welcome Gréta Kristín!