Hádegistónleikaröðin Gleym-mér-ei hefur göngu sína á ný miðvikudaginn 9. febrúar 2022. Á henni flytja nemendur söngbrautar Listaháskóla Íslands fjölbreytta efnisskrá fyrir söng og píanó. Efnisskrá tónleikanna fléttast í kringum ólíkt þema hverju sinni og gefst hlustendum færi á að kynnast allri flóru söngtónlistar, allt frá þjóðlögum og perlum óperu- og söngleikjatónlistar til nýrri verka og samtímatónlistar.
Tónleikarnir fara fram á miðvikudögum á Kjarvalsstöðum, hefjast kl 12:15 og eru um 30 mínútur að lengd.
 
Aðgangur ókeypis og öll velkomin!
 
 
9. febrúar 2022
Lummurnar
 
23 febrúar 2022
Kómedíur – Grín og glens
 
2 mars 2022
Þjóðlög
 
16 mars 2022
Raddaróteringar
 
23 mars 2022
Árstíðir
 
30. mars 2022
Sondheim og Bernstein
 
 
Gleym-mér-ei er samstarfsverkefni tónlistardeildar Listahakóla Íslands og Listasafns Reykjavíkur.
 
 
English
Gleym-mér-ei (Forget-Me-Not) is a lunch concert series held by vocal students from Iceland University of the Arts in collaboration with Reykjavík Art Museum. The series consists of six concerts per semester and is hosted at Kjarvalsstaðir Art Museum. All concerts take place on Wednesdays and start at 12:15.
 
Free entrance and everybody welcome!
 
02gleymmerei_a3plakat_3.jpg