Tónleikaröðin Gleym-mér-ei hefur göngu sína á ný miðvikudaginn 7.október.

thumbnail_img_2524.jpg
 

Líkt og síðastliðin misseri standa söngnemendur tónlistardeildar LHÍ að
hádegistónleikum á miðvikudögum á Kjarvalsstöðum.
Tónleikaröðin stendur yfir í um 7-8 vikur á hverju misseri og byggist
efnisskráin á einhverskonar þema hverju sinni.  

 
Gleym-mér-ei er unnið í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur.
Tónleikarnir hefjast kl 12.15 eftirfarandi miðvikudaga haustið 2020.
 
  • 7.10 -  Norræn tónlist 
  • 14.10 - Ástin 
  • 21.10 - Trúarleg tónlist & Camerata 
  • 28.10 - Dauði og drungi 
  • 11.11 - Áfram konur! 
  • 18.11 - Óperur 
  • 25.11 - söngleikir 
 
Við hvetjum gesti og gangandi að líta við á þessar fallegu hádegisstundir. 
Engin aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir.