Fyrsti kennsludagur í kvikmyndalist á háskólastigi var í dag.

Ferðalagið hefur verið langt og það var því töluverð spenna í loftinu þegar nemendur mættu, í nýtt húsnæði Listaháskólans í Borgartúni 1, í sína fyrstu kennslustund í kvikmyndalist á háskólastigi á Íslandi í dag. 
 
Frá stofnun Listaháskólans var ætlunin að hýsa allar listgreinar undir einu þaki, sem er fáheyrt í heiminum. Þetta er því stór stund fyrir skólann, sem loksins er fullburða, með allar greinar lista undir sínum hatti og færir okkur margvísleg tækifæri til að þróa með nemendum okkar í framtíðinni.  
 
Eins er þetta stór stund fyrir íslenska kvikmyndalist, sem nú er loksins komin á sama stað og aðrar listgreinar hvað varðar menntunarstig og þróun innan háskólakerfisins.  
Við höfum notið fulltyngis fjölmargra kvikmyndalistamanna sem eiga stóran hlut í því að dagurinn í dag varð að veiruleika enda á fagið mikið undir í auknum tækifærum bæði hér á landi sem og á heimsvísu. 
 
Síðast en ekki síst er það stór stund fyrir alla, nemendur og kennara, sem hefja nýja vegferð í dag í þessu þriggja ára námi í kvikmyndalist. Við vonumst til að geta þróað í framhaldinu meistaranám innan þriggja ára. Við hvetjum ykkur því til þess að fylgjast með fréttum frá nýjustu viðbótinni við skólann. 
_f1a1444.jpg
Fríða Björk Ingavarsdóttir, rektor

Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor tók á móti ráðherra á þessum merku tímamótum.

 
,,Við erum ráðherra sérstaklega þakklát fyrir að standa með okkur í þessari uppbyggingu eftir áralanga baráttu kvikmyndagerðarfólks. Og ekki síður fyrir að koma hér í dag og ávarpa þennan hóp  fyrsta árgangs nemenda í kvikmyndalist á háskólastigi.“
_f1a1529.jpg
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra

 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra, lýsti yfir ánægju sinni og óskaði bæði viðstöddum og íslensku samfélagi til hamingju með þetta stóra skref. Hún telur þetta mikilvægt skref í rannsóknum og þróun á faginu sem fer sífellt stækkandi á Íslandi. 

 
,,Það skiptir máli að það séu tækifæri fyrir fólk þegar það kemur úr námi, og það eru næg tækifæri í þessum ört stækkandi iðnaði.“ 
_f1a1595.jpg
Steven Meyers, deildarforseti, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra og Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor.

 

Steven Myers, forseti kvikmyndalistadeildar, þakkaði Áslaugu fyrir allan þann stuðning sem hún hefur veitt og öllum þeim sem komu að stofnun deildarinnar. 

 
,,Ég er fullur auðmýktar að geta loksins tekið á móti fyrstu nemendum í kvikmyndalist, á nýju heimili þeirra hér í Borgartúninu. Við erum mjög spennt að sjá hvert næstu þrjú ár leiða þau. Á þessum mikilvægu tímamótum vil ég sérstaklega þakka öllum þeim sem vörðuðu leiðina og leiddu okkur hingað á þessi miklu tímamót í sögu íslenskrar kvikmyndalistar“.
 

Á opnumyndinni má sjá, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra, Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor, Þóru Einarsdóttur, sviðsforseta, Steven Meyers deildarforseta ásamt fyrstu nemendum deildarinnar og starfsfólki.

Ljósmynd: Heiða Helgadóttir